Hér er lítið myndband frá heimsókn í Vitamálastjórn 1997 þegar unnið var með líkan af Hafnarfjarðarhöfn. Nemendur úr Öldutúnsskóla fóru ásamt kennurum og fengu að sjá hvernig öldugangur var búinn til í líkaninu, en sá sem tók á móti hópnum var Gaflarinn góðkunni Guðjón Frímannsson (Gaui), sem reyndar bjó lengst af í næsta nágrenni við skólann. Gaui dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði í hárri elli við ágæta heilsu, skrafhreyfinn og skemmtilegur að vanda.