Fjöruverðlaun veitt í Höfða

0
4303

Verðlaunin eru nú veitt í 10. sinn og hafa unnið sér sess í bókmennta- og menningarlífi landsmanna. Tilgangur verðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi.

Verðlaunin eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum: Fagurbókmenntir, fræðibækur og rit almenns eðlis og barna- og unglingabækur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO tók á móti gestum í Höfða en hann er verndari verðlaunanna. Hann ávarpaði samkomuna og bauð gesti velkomna í Höfða og að því loknu hófst verðlaunaafhendingin. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu og frú Vigdís Finnbogadóttir steig á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl að Kolkuósi í Skagafirði. Hér að neðan má sjá upptöku af athöfninni í heild en samantekt um afhendingu verðlaunanna og stutt viðtöl við handhafa þeirra birtist í Menningarsamfélaginu hér á netsamfelag.is eftir helgina.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here