Varst þú á Öskudagsballi í Kaplakrika 1997?

0
3305

Ég var að fara í gegnum upptökur frá 1997 þegar ég rakst á þessar myndir úr Kaplakrika merkt 12. febrúar það ár.
Ég ákvað að leyfa þessu upptökum að fara á netið lítið klippt, aðeins snyrt, þrátt fyrir slæm hljóðgæði, því á myndunum má sjá fullt af fólki
sem margir kannast við -eða jafnvel ekki? Því þetta var jú Öskudagsgleði og margir í grímubúning. Á myndunum er fullt af foreldrum og krökkum
sem nú eru væntanlega á þrítugsaldri og því foreldrar sjálf. Gleðigjafarnir André Bachmann og Helga Möller stjórnuðu söngnum og spileríinu
ásamt Gömlu brýnunum Svenna Guðjóns og Dóra Olgeirs. Tryggvi Hubner sýnist mér vera á græna Fendernum og Jói Bach bróðir André sýnir
háskaatriði á hjólaskautum. Þarna eru Lionskonur úr Kaldá og margir fyrrverandi og núverandi starfsmenn æskulýðsmála í Hafnarfirði.
Sigurjón Jónsson vinur minn alltaf kátur. Anna Sigríður Jónsdóttir og Stella, dóttir hennar og Jónsa. Sigurður Theodór Guðmundsson og fleiri og fleiri.

– Halldór Árni.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here