Uppbygging atvinnuhúsnæðis og innviða í Reykjavík

0
2465

Borgarstjóri í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, bauð til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða föstudaginn 19. maí sl. Þar var farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft var til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.

Dagskráin var fjölþætt og spannaði helstu uppbyggingarmálin eins og ferðaþjónustu, verslun, hátækni, skapandi greinar, samgöngur, hafnarsvæði og sjávarútveg, en dagskránna má sjá hér;

    • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: Athafnaborgin – uppbygging atvinnuhúsnæðis og innviða
    • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Icelandair hotels: Uppbygging á hótelum í góðri sátt við nærumhverfið
    • Helgi Gunnarsson forstjóri Regins: Uppbygging á nýju verslunarhúsnæði í miðborginni – hugmyndafræði og samráð við hagsmunaaðila
    • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri CCP á Íslandi: Gróska – nýjar höfuðstöðvar CCP
    • Páll Hjaltason, arkitekt hjá PlusArk: Kvikmyndaþorp í Gufunesi
    • Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannvit: Borgarlína og tækifæri í þéttingarreitum
    • Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt hjá Faxaflóahöfnum: Uppbygging í höfnum Reykjavíkur
    • Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans: Haftengd nýsköpun og atvinnuþróun í Reykjavík
  • Netsamfelag.is streymdi beint frá fundinum og sjá má upptökuna hér að neðan;

SHARE
Next articleLýðræði

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here