Latest News - Economy

Gamalt myndband dagsins er lítið samklipp frá 14. afmælisdegi Brynju Dan Gunnarsóttur, sem vann hug og hjörtu landsmanna nýlega í þættinum "Leitin að upprunanum" á Stöð 2. Afmælisdeginum eyddi hún í höfuðborg Kína með stöllum sínum í Kór Öldutúnsskóla, en ég var þá að vinna að heimildarmynd um stofnanda og stjórnanda kórsins, Egil Friðleifsson. Heimildarmyndin var frumsýnd í Bæjarbíói á Björtum Dögum fyrir allmörgum árum, en núna er ég að vinna að endurgerð hennar og laga ýmsa ágalla, einkum tæknilegs eðlis. Við þessa vinnu rakst ég á þessar tökur.

Margt dreif á daga okkar Mörlandanna í Kína, ferðalagið var enda langt og strangt og víða farið. Eflaust reyndi það mjög á þessar stúlkur á 14. og 15. ári en þær stóðu sig með prýði. Sorgin kvaddi dyra þessa sólríku daga, því faðir Brynju hafði látist kvöldið eftir að við komum til Peking, og við sem vorum fararstjórar vorum á nálum um að hún myndi frétta lát hans áður en við kæmum aftur heim.

Brynja er einstök stúlka, sem hefur gert okkur öll óendanlega stolt af framgöngu sinni, þrautseigju og æðruleysi. Einhvers staðar á ég líka kvikmyndabút af þenni í hlutverki fjallkonu á 17. júní á Víðistaðatúni. Það hlutverk leysti hún að sjálfsögðu með glæsibrag. En einhverjir hafa kannski gaman að sjá kórfélagana í Kína um síðustu alamót. Undirrituðuðum bregður fyrir eins og vel spikuðum páskakjúkling í gula kóramótsbolnum, en aldrei þessu vant með þokkalega klippingu! Beðist er velvirðingar á slæmum hljóðgæðum í myndbandinu.

- Halldór Árni.