Latest News - Economy

Hér má sjá upptökur frá morgunverðarfundi Samtaka um kvennaathvarf um börn á ofbeldisheimilum. Fundurinn var haldinn á Hallveigarstöðum 5. október sl. Frummælendur voru Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, sem sagði frá kvennaathvarfinu, en Sigþrúður og Fríða Bragadóttir formaður stýrðu fundinum. Þá kynnti Ísól Karlsdóttir, starfmaður kvennaathvarfsins, nýja fræðsluteiknimynd, Tölum um ofbeldi. Aðrir fummælendur voru Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur, sem fluttu innlegg af vettvangi. Myndböndin má sjá hér að neðan, en í síðasta mynbandinu er upptaka af ávörpum fulltrúa framboðanna til Alþingiskoninga, en ávrpin fluttu þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Samfylkingu, Andrés Ingi Jónsson frá Vinstri grænum, Vésteinn Valgarðsson frá frá Alþýðufylkingu, Karólína Helga Símonardóttir frá Bjartri framtíð, Álaug Anna Sigurbjörnsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Jóhannes Kristbjörnsson frá Viðreisn, Ásta B. Schram frá Dögun, Eygló Harðardóttir frá Framsóknarflokki og loks Katla Hólm frá Pírötum.