Latest News - Economy

Fagurfræði, fagurferði, borgarskipulag, áferð, línur, jafnvægi, spenna og samræmi voru til umræðu á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 11. október sl, en fundur þessi er í fundarrröð umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í  fundaröðinni BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR um þróun og mótun borgarinnar.

 

Reykjavík verður skoðuð í ljósi fagurfræði út frá nokkrum sjónarhornum, t.d. lífsgæða, hversdagsleika og skipulags. Rétt eins og fólk mótar borgarumhverfið þá mótar borgarumhverfið íbúa sína. Það er því vert að huga að því hvert gildi fagurfræði í manngerðu umhverfi er.Leitað er eftir gagnrýnni og hressilegri umræðu þar sem ólík sjónarmið og reynsluheimar mætast á málefnalegum grunni. Hversu miklar eiga t.d. fagurfræðilegar áherslur að vera miðað við hagkvæmni?

Markmið fundaraðarinnar er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. Fundir hafa verið mjög vel sóttir, bæði af fagfólki og áhugafólki um skipulag og umhverfi borgarinnar.

Sviðið og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs fengu til liðs við sig Margréti Harðardóttur arkitekt hjá Stúdíó Granda, Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og aðjúnkt við LHÍ og Hjörleif Stefánsson arkitekt, vinnustofunni Gullinsnið, til að ræða þetta ögrandi og skemmtilega efni kvöldsins og má sjá upptökur af erindum þeirra og umræður hér að neðan.