Latest News - Economy

Viðurkenningar fyrir fallegar lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja, fallega útiaðstöðu við sumargötur og vandaðar endurbætur á eldri húsum í Reykjavík árið 2016 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær, 18. ágúst á 230 ára afmæli Reykjavíkurborgar.

Viðurkenningar árið 2016 hljóta fjórar lóðir, ein verslun við sumargötur og þrjú hús.

Viðurkenningu fyrir þjónustulóð var veitt Kex hostel, Skúlagata 28. Viðurkenningar fyrir fjölbýlishúsalóðir hlutu íbúar við Maríubakka 18-32, Mánatún 2-6 og Sóltún 5-9. Þá hlutu eigendur veitingastaðarins Le Bistro við Laugaveg 12, viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og góða umönnun á borgarlandi við sumargötu. Loks hlutu eigendur þriggja einbýlishúsa viðurkenningu fyrir fallegar og faglegar endurbætur á sínum húsum. Var sérstaklega tiltekið af formanni Umhverfis- og skipulagsráðs, Hjálmari Sveinssyni, að við endurbætur og endurgerð þeirra hefði verið horft til upprunalegs útlits þeirra, en þessi hús eruRánargata 24, Tjarnargata 36 og Kleifarvegur 3.

Netsamfélagið tók athöfnina upp og má sjá myndband af afhendingunni hér að neðan.

- Halldór Árni (byggt á frétt af vefnum reykjavik.is)