Latest News - Economy

Hvað gerir borg að góðum stað til að búa á? Eykur skipulag og umhverfi Reykjavíkur líkur á því að íbúarnir verði hamingjusamir? Er svarið falið í góðu aðgengi að útivist og grænum svæðum, menningu eða verslun og þjónustu? Fundur um þetta efni var haldinn í fundaröðinni Heimkynni okkar, borgin, sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir, þriðjudaginn 10. febrúar á Kjarvalsstöðum.


Frummælendur voru:

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í Reykjavík

Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og formaður Strætó bs

Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins

Svandís Svavarsdóttir alþingismaður.
Á eftir framsöguræðunum ræddu frummælendurnir sín á milli í pallborðsumræðum, en því næst komu fyrirspurnir frá fundagestum og umræður.

 

Á eftir fundinn ræddi tíðindamaður netsamfelag.is stuttlega við Bryndísi Haraldsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur.