Latest News - Economy

Meðal spurninga sem vakna um þetta efni eru: Hvað þarf til að bæta skilyrði hamingju í borg? Er það hagstæður ferðatími, umbreyting bílamenningar yfir í aðra samgöngumáta, almennt vinsamlegt umhverfi, umhverfi sem stuðlar að heilbrigðari lífsstíl en ella? Fallegar hjólaleiðir, gönguleiðir, ánægjuleg upplifun útiveru og fjölbreytt útivist fyrir ólík áhugamál? Hvaða máli skiptir gott aðgengi að grænum svæðum? Stuðlar nálægð við sundin, fjöllin og náttúruna að hamingju? Dregur það úr sjúkdómum, hjónaskilnuðum? Hvetur það til samverustunda fjölskyldunnar? Gott aðgengi að þjónustu og stofnunum; skólum, sundlaugum, heilsugæslu o.fl. innan hverfa? Sýnileg menning og listaverk, skemmtileg torg og garðar?

 

Frummælendur voru;

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi,

Anna María Bogadóttir arkitekt,

Sigrún Helga Lund doktor í tölfræði

Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði.

Að loknum erindum frummælenda hófust hringborðsumræður þeirra og fundinum lauk með fyrirspurnum gesta og umræðum.