Latest News - Economy

 

 

 

 

 

 Loftslags- og lýðheilsumál voru í brennidepli í fundarröð umhverfis- og skipulagssviðs með Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs á fundi á Kjarvalsstöðum 12. nóvember 2014. Rætt var um tengsl loftlagsbreytinga, lýðheilsu og hins byggða umhverfis undir fyrirsögninni Er borgin heilsusamlegur staður?. 

Reykavík mælir með vistvænum ferðamáta. Skipulagsáætlanir víða um heim sem og hérlendis beina nú sjónum sínum í auknu mæli að því að draga úr og aðlagast loftlagsbreytingum, oftar en ekki með aðgerðum sem einnig hafa bein áhrif á lýðheilsu.

Ávarp flutti;

Hjjálmar Sveinsson en gestir fundarins voru;

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur og sviðstjóri hjá Embætti landlæknis,

Guðmundur Kristján Jónsson nemi í skipulagsfræði við University of Waterloo.

Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta ráðgjafarfyrirtækis m.a. í umhverfis- og skipulagsmálum.

 

Á eftir erindum þeirra fóru fram líflegar umræður og fyrirspurnirog hringborðsumræður frummælenda og loks lokaorð.

Upptökur frá fundinum má skoða með því að færa bendilinn yfir grænu stafina og smella á viðkomandi dagskrárlið