Latest News - Economy

Veganhátíð var haldin á Thorsplani um helgina. Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn þrátt fyrir kalsaveður. Á boðstólum voru m.a. kjötlausar pylsur og úrval grænmetis. Langur laugardagur var einnig í bænum og margir að skoða og máta flíkur á útsölum. Tónlistina við stikluna náðum við hinsvegar í á Laugaveginn í Reykjavík, en þar sat kunnur Hafnfirðingur, Þórður Arnar Marteinsson, og þandi nikkuna. Með honum var dóttursonur hans, Haukur Arnar Hafþórsson, sem býr í Danmörku en er í heimsókn hjá afanum, og sló taktinn með. Þórður er með duglegustu nikkurum landsins - það er varla sá viðburður í Hafnarfirði, eða á höfuðborgarsvæðinu ef út í það er farið - að hann sé ekki mættur með dragspilið að skemmta fólki. Hér flytja þeir félagar lagið um Ramónu - stúlkuna sem á hrós mitt ein.

- Halldór Árni.