Latest News - Economy

Mikill uppgangur er nú á Bíldudal og mikil eftirspurn eftir bæði starfsfólki og húsnæði. Í Landshornaflakki dagsins er rætt við ung hjón, Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur og Gísla Ægi Ágústson sem fluttu aftur vestur fyrir sex árum. Gísli starfar hjá hinu ört vaxandi fiskeldisfyrirtæki Arnarlax og Anna Vilborg sagði nýlega kennarastarfi sínu lausu til að slást í hóp fiskeldisfólksins. Viðtalið var tekið núna um Verslunarmannahelgina á sólpallinum í Sælundi hjá móður Önnu Vilborgar en í næsta húsi, Sæbót, var minnst 100 ára byggingarafmæli þess með veglegri sjávarréttaveislu eins og Vestfirðingum einum er lagið.

- Halldór Árni.