Latest News - Economy

Gamalt myndband dagsins eru svipmyndir frá útskrift í Flensborg vorið 1990, en það styttist í vorvissa útskrift.

Áður hef ég birt upptöku frá brautskráningu nemenda við Flensborgarskólann 1990 sem mig minnir að hafi farið fram í Hafnarborg. Myndataka af stúdentum fór hins vegar fram að venju fyrir utan skólann sjálfan og nemendum og foreldrum þeirra var boðið í kaffi í skólanum. Myndasmiðurinn Árni Stefán Árnason stýrir myndatökunni af röggsemi og með myndugum fyrirmælum. Á myndbandinu, sem hefur verið lagað talsvert og snyrt - en ekki stytt mikið - sjást nær allir starfsmenn Flensborgarskólans á þessum tíma. Þarna er til dæmis ljúflingurinn og kaffisvelgurinn Egill heitinn Strange, sem kenndi smíðar við skólann í áratugi. Egill er reyndar að fagna útskrift dóttursonar síns frá skólanum. Þar að auki fjölmenntu nemendur úr fyrsta stúdentsárgangi skólans, en þeir voru að fagna 15 ára útskriftarafmæli sínu. Þessi árgangur hefur löngum þótt áberandi og fyrirferðarmikill í bæjar- og jafnvel þjóðlífinu. Þarna má t.d. sjá við eitt og sama borðið þrjá bæjarstjóra í jafnmörgum sveitarfélögum - einn þáverandi og tvo verðandi. Toppiði það!

- Halldór Árni.