Latest News - Economy

 

 

 

 

 

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur gekkst fyrir fróðlegum fundi á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 9. febrúar undir yfirskriftinni "Loftlagsmál - hvað getum við gert?"
Hvarvetna í heiminum finna ríki, borgir, fyrirtæki og einstaklingar fyrir hvatningu til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þjóðir heims skuldbundu sig á loftslagsfundinum í París á síðasta ári til að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður. Fjöldi sveitarfélaga, borga, fyrirtækja, félagasamtaka og fjárfesta settu einnig fram markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Spurningin er: Hvað geta ríki gert, borgir, fyrirtæki og einstaklingar til að styðja við þessa skuldbindingu?
Frummælendur kvöldsins voru;
Hjálmar Sveinsson formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðumvið Háskóla Íslands
Ketill Magnússon heimspekingur og framkvæmdastjóri Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg.
Þau fluttu stutt erindi og ræddu síðan saman um efnið og eftir það var opnað fyrir almennar umræður.